Notendavæn uppfærsla á skemmtilegasta vildarklúbb í heimi

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Nova

Ár

2021 - 2022

Hlutverk

App design

,

User experience

,

Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir fjarskipti ætti það ekki að koma mörgum á óvart að Nova rekur mest notaða vildarklúbb á Íslandi. Margir ættu að þekkja 2 fyrir 1 hjá Nova og öll þau frábæru tilboð sem þar er að finna.

Það hefur ekki verið tiltökumál fyrir Nova að koma með nýjungar, hvort sem það er á sviði nýsköpunar, fjártækni eða, eins og margir ættu að hafa verið varir við, góðrar andlegrar heilsu. Þess vegna vorum við kölluð til, til að geta brugðist við því sem samfélagið kallar eftir.

FyrirÞig

Áhersla lögð á góða geðheilsu

Ræktaðu þig, trítaðu þig, nærðu þig eru nokkur af þeim orðum sem Nova hafa notað til þess að skapa umræðu um geðrækt. Nova hefur lagt mikið upp úr því að samfélagið hugsi um heilsuna og þá sérstaklega geðheilsuna, allt frá því að hvetja þig til að leggja frá þér símtækið til þess að vera með vitundarvakningu um líkamsvirðingu. Á þessu ári fóru þau af stað með átakið Fyrirþig þar sem lögð var áhersla á að fólk gerði eitthvað fyrir sjálft sig og vildarklúbburinn snýst í heild sinni um það.

Nýjar áherslur, nýjar áskoranir

Með þessari áherslubreytingu komu nýjar áskoranir sem eldra appið gat ekki ráðið við. Því þurfti að fara í allsherjar umbreytingu á appinu. Lagt var upp með að halda í alla þá eiginleika sem appið hafði en endurhanna hvernig vafrað er um appið. Því var hafist handa við að endurhanna leiðarkerfið, bæta upplifun og setja nýtt ferskt útlit á heildarappið sem samræmist þeirri vegferð sem Nova hefur verið á.

Hvað merkir þetta?

Með þessari vinnu var endurskilgreint hvað sumir eiginleikar í appinu þýða. Hvað þýðir það fyrir notandann að setja eitthvað í Vasann? Hver er munurinn á Fyrirþig og Vasanum? Í vinnunni var skilgreint hvað þessi hugtök þýða og voru þessir eiginleikar aðgreindir betur með því að skilgreina Fyrirþig sem díla eða tilboð sem eru í boði fyrir þig á meðan Vasinn heldur utan um þín verðmæti eins og öll þín klipp, tónleikamiða eða kort.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn