Greiddu snertilaust með símanum eða skiptu greiðslum á staðnum

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Pei

Ár

2019

Hlutverk

App design

,

User experience

,

Hönnun á nýju appi fyrir Pei hófst á því að taka hugarflugsfund til þess að greina þarfir appsins. Greina þurfti hvort þörf væri á nýjum eiginleikum og hvað þurfti að smíða nýtt. Í kjölfar hugarflugsfundarins var tekinn hönnunarsprettur til þess að þróa fyrsta fasa af verkefninu. Fyrsti fasi var að gefa appinu ferskt útlit sem myndi samræmast tíðarandanum auk þess að laga hnökra í upplifun á notkun þess.

Aðgengismál voru bætt auk þess að gefa ákveðnum eiginleikum líf með kvikun á myndmerkjum og svokölluð mynstur (e. patterns) voru greind svo notandi hefði betri yfirsýn hvar hann væri staddur í appinu.

Góð yfirsýn á upplýsingum til þess að hjálpa með ákvarðanatöku

Birta þurfti ýmsar upplýsingar til þess að notandi gæti tekið sem besta ákvörðun þegar kemur að greiðslu, skiptingu á reikningum eða greiðslu á heimsendingu. Leit í appinu var einnig endurbætt til þess að notendur gætu auðveldlega séð hvaða fyrirtæki styðja við greiðsluvalmöguleika Pei.

Tilraunir á eiginleikum

Ýmsar tilraunir voru gerðar til þess að betrumbæta ákveðna eiginleika innan appsins. Þessar tilraunir fólu meðal annars í sér endurgjöf titrings (e. haptic feedback) úr síma notanda til þess að hann fái tilfinningu fyrir snúningshjóli þegar hann stillir tíma fyrir bílastæði.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn