IS
EN
Viðskiptavinur
Token Express
Ár
2022
Hlutverk
Branding
,
User experience
,
Web design
,
Token Express er fjártæknifyrirtæki sem hjálpar fjárfestum að taka betri ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingum í rafmyntum. Fyrirtækið og tólið sem það hefur þróað er sérhæft í að greina svindl á sviði rafmynta og hjálpar fjárfestum að taka eins upplýsta ákvörðun og hægt er í fjárfestingum á rafmyntum.
Fyrir vörumerkið vildum við skapa útlit sem er nútímalegt og fágað. Með því að nota þrívídd gefum við vörumerkinu framsýnt útlit í samræmi við áherslur þess um að skapa nýjungar á gjaldmiðlamarkaðnum. Niðurstaðan er fíngert og faglegt vörumerki sem endurspeglar ástríðu fyrirtækisins fyrir því að bjóða fjárfestum sínum þjónustu í krafti nýjustu tækni.
Markmið vefsíðunnar er að vekja athygli á eiginleikum Token Express og veita fjárfestum allar upplýsingar sem þeir þurfa til að taka upplýstar ákvarðanir um kaup á rafmyntum. Við lögðum áherslu á að skapa notendavæna upplifun með skýru innihaldi og skilvirkri stjórnun. Vefsíðan er því bæði upplýsandi og auðveld í notkun.
Token express birtir nýjustu rafmyntir / tóka sem að koma inn. Upplýsingar eru dregnar saman um kosti og galla viðkomandi myntar. Gervigreind er svo notuð til að lesa yfir snjallsamning bakvið hvert verkefni fyrir sig og varpar fram upplýsingum um þekkta galla og/eða leiðir sem notaðar hafa verið til að svindla á kaupendum. Allt miðar þetta að því að gera kaup á smærri rafmyntum öruggari og gegnsæjari.
Hönnunarkerfi
Vörður
Mörkun
GG sport
Stafræn lausn
Reykjavíkurborg
vefhönnun
síminn