Nýr vefur og hönnunarkerfi fyrir Orkuna

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Orkan

Ár

2022 - 2023

Hlutverk

Web design

,

Orkan hóf nýlega vegferð þar sem markmiðið var að auka sjálfvirkni og innleiða nýjar stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Því var þörf á að uppfæra vefinn til að styðja við innleiðingu á tæknilausnum.

Jökulá fékk það verkefni að setja upp hönnunarkerfi sem Orkan gæti nýtt til allra stafrænna lausna og stutt þannig við stafræna vegferð. Hönnunarkerfið var líka notað í allsherjar endurhönnun á nýjum vef sem Jökulá tók einnig að sér. Að auki var umsóknarferlið fyrir Orkulykla og Mínar síður tekið fyrir með það að markmiði að hámarka sjálfvirkni fyrir viðskiptavini og starfsfólk Orkunnar.

Samræming ásýndar í krafti hönnunar

Orkan hafði nýlega fengið nýja ásýnd og með nýjum vef vildu þau tryggja samræmi á milli vörumerkis, markaðsefnis, vefs og stafrænna lausna. Umhverfisvænum áherslum Orkunnar var líka gert hærra undir höfði á nýjum vef.

Ásýnd Orkunnar er fjörug og skemmtileg og leikur bleiki liturinn þar aðalhlutverk. Það var því mikilvægt að bleiki Orkuliturinn myndi einnig spila stærsta hlutverkið á nýjum vef.

Letur Orkunnar er stór hluti af ásýnd þeirra og markaðsefni og fékk nýtt hlutverk á vefsíðunni. Mismunandi afbrigði af letrinu eru nýtt í stórar fyrirsagnir sem gefa vefnum skemmtilegan persónuleika.

Niðurstaða sem allir geta notað

Verkefnið gaf af sér hönnunarkerfi sem getur stækkað og aðlagast samhliða stafrænni vegferð Orkunnar, vef sem endurspeglar fjörugt og einkennandi vörumerki þeirra og grunn sem Orkan getur nýtt við áframhaldandi stafræna þróun.

Áframhaldandi samstarf 

Síðan var hönnuð með  vefumsjónarkerfi Advania, VEVA, sem er enn eitt dæmið um farsælt samstarf Advania og Jökulár.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn