IS
EN
Viðskiptavinur
Ísold
Ár
2023
Hlutverk
Web design
,
Branding
,
Digital branding
,
Ísold er íslenskt fasteignafélag sem þróar og leigir út eigin fasteignir víðs vegar um landið. Ísold hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu þeirra svæða sem það byggir á til framtíðar.
Þessi sérstaka staða Ísoldar, að tala til í raun tveggja hópa undir einu og sama nafninu hvatti okkur til að skapa tvíþætta ásýnd. Við notum sama merkið í gegnum ásýndina til að miðla sömu gildum en greinum á milli þróunar og leigu með sitthvorri litapallettunni. Hugmyndina má líkja við það að stíga inn í móttöku Ísoldar en bjóða upp á tvær dyr sem leiða notendann inn á þá skrifstofu sem hæfir þörfum. Þetta var svo notað við hönnun vefsíðu Ísoldar og innra útlit þess.
Hönnunarstíllinn er fágaður en hógvær með tengingu í íslenska náttúru sem rímar við gildi Ísoldar.
Merkið er abstrakt samspil fasteignar og bókstafsins Í. Letrið fékk síðan smá yfirhalningu til að tala betur við skálínur formsins sem endurspegla fjarvíddina og skapar sérstöðu.
Vefsíðan var hönnuð til að vekja traust hjá notendum og auðvelda alla leit að verkefnum eða byggingum sem þeir hefðu áhuga á. Þá var líka lögð talsverð vinna í að gera hreyfingar og grafík sem besta til að skapa þægilega upplifun fyrir notendur.
Hönnunarkerfi
Vörður
Mörkun
GG sport
Stafræn lausn
Reykjavíkurborg
vefhönnun
síminn