Hjá Jökulá finnst okkur gaman að mæta í vinnuna og hanna frábæra notendaupplifun. Við elskum að skapa áhrifamikla upplifun og þægilegt viðmót sem er sín eigin markaðsetning.
Jökulá var stofnað í júlí 2015 þegar stofnendurnir Sigtryggur og Björgvin leigðu lítið skrifstofupláss á Suðurlandsbraut. Síðan þá hefur Jökulá flutt sig um set að meðaltali einu sinni á ári og bætt við sig bæði mannskap og fermetrum.
Allt sem við gerum er skapað með notandann í huga. Ákvarðanir okkar eru byggðar á þörfum notandans og hvernig við getum hámarkða upplifun hans.
Við setjum verkefnum okkar markmið og mælum árangur þeirra eftir þeim. Allt sem við gerum þarf að byggja að því að ná markmiðum og ná árangri.
Hvernig kemstu hjá því að týnast í bakgrunninum? Ímyndin, upplifunin og hönnunin þarf að vera einstök, skýr og eftirminnanleg.
Það er okkur heiður að hafa fengið að vinna með okkar einstöku samstarfsaðilum. Við höfum átt farsælt samstarf við fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Við elskum öll verkefnin okkar jafnt. Eeeen við erum kannski sérstaklega af þeim verðlaunum og viðurkenningum sem við höfum fengið.