Upplifun þinna notenda er okkar ástríða.

Við hönnum upplifun sem nær árangri fyrir þig og notendur þína. Við nýtum okkur notendaprófun og greiningu til að hanna og útfæra öfluga og áhrifaríka notendaupplifun.

Prófun í augnskanna
Notendur í forgrunni

Allar afurðir skapa upplifun fyrir notendur. Við hjálpum þér að bæta, samræma og skapa rétta upplifun af þinni vöru, þjónustu eða fyrirtæki.

Greiningar.

Sérfræðingar okkar kynna sér fyrirtækið og vörumerkið til að greina áskoranir, tækifæri, markhópa og notendasögur.Við bjóðum upp á ýmsar tegundir greininga og rannsókna, allt frá viðtölum við stjórnendur fyrirtækisins til ítarlegra notendaprófanna með augn og líkamskanna.

Notendaupplifun.

Upplifun notandans, hvort sem er af viðmóti, vefsíðu vöru eða vörumerki mótar álit hans á þjónustu þinni til langframa. Við hjálpum þér að skapa rétta upplifun með góðu notendaviðmóti og vefhönnun sem er bæði auðvelt og þægilegt að nota og stjórna.

Hönnun.

Jökulá hannar allt sem þarf til að skapa, þróa eða koma þínu vörumerki á framfæri. Við hönnum allar tegundir af stafrænum afurðum, ímynd fyrirtækja, notendaupplifun og stöðluð kerfi til að auðvelda ferla.

Verkefnastjórnun.

Öll verkefni eru ítarlegt ferli samskipta, stjórnunar og þróunar. Okkar þjónusta felur í sér stöðuga gæðastjórnun, samskipti við verktaka, viðskiptavini og lokaframkvæmdir á verkefninu.

Gerum eitthvað frábært saman!

Hafa samband
Go to link