Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma

Skoða lausn

FÍT verðlaunin

Tilnefning - Opinn stafrænn flokkur

Viðskiptavinur

Vörður

Ár

2017 - present

Hlutverk

Design system

,

User experience

,

Digital branding

,

Í upphafi þeirri stafrænu vegverðar sem Vörður er í var farið í að endurhugsa ímynd fyrirtækisins og þá sérstaklega á stafrænum miðlum. Útkoman var hönnunarkerfi sem samræmir talanda, stefnu og útlit Varðar. Kerfið var þróað í samvinnu við Reon.

Hönnunarkerfið einfaldar vinnu og sparar tíma

Hönnunarkerfið felur ekki eingöngu í sér vinnu- og tímasparnað heldur hjálpar Verði að bregðast hratt og örugglega við ört vaxandi stafrænum heimi.

Hönnun í flækju

Með frekari umsvifum og snörpum breytingum í stafrænni vegferð var farið að kræla á ósamræmi í myndmáli Varðar. Ósamræmið olli því að það var tímafrekt að þróa eða gefa út nýjar stafrænar vörur. Erfitt var fyrir nýja starfsmenn að taka við verkefnum eða gefa út ný auk þess olli samræmið ruglingi fyrir notandann.

Samræmt útlit og hönnun

Með nýja kerfinu var einblínt á að skapa notendavæna og aðgengilega hönnun en jafnframt var ásýndinni gefin ferskur blær með nýjum litum, letri og formum sem eru í takt við tímann.

Aðgengilegt

Kerfið er aðgengilegt fyrir alla þá sem vinna að hönnunar og markaðsmálum Varðar á innri vef þar sem hægt er að finna allar teikningar, útfærslur, liti, leturgerðir, form og tákn hönnunarkerfisins.

Snjallar teikningar

Ásamt staðlinum var hannað sér kerfi utan um teiknistíl Varðar. Með þessu er alltaf samræmi í öllu efni þegar það kemur að teiknuðum myndum.

Kerfið heimfært

Þegar hanna þarf nýja ferla, undirsíður eða annað efni ganga hönnuðir og stjórnendur að hönnunarkerfinu vísu. Með þessum staðli tryggir Vörður samhæft myndmál á öllum miðlum á sama tíma og ferli hönnunar er einfaldað að miklu leyti.

60%

fjölgun á innskráningum

17%

færri hringingar

12%

færri heimsóknir

20%

færri tölvupóstar

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn