Sterkur rammi skapar sveigjanlega ásýnd

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Tekk

Ár

2022

Hlutverk

Branding

,

Storytelling

,

Tekk vildi styrkja vörumerkjavitund sína sem verslun, umfram þau vörumerki sem þau hafa á boðstólnum.  

Skarpari skil á vöru og verslun

Tekk stóð frammi fyrir þeirri áskorun að mynda sér sterkara vörumerki en vörurnar sem eru til sölu í versluninni. Lausnin var að skapa ásýnd sem gerði Tekk kleift að ramma inn úrvalið í sínu eigin vörumerki. Lausnin gerir Tekk kleift að marka eigin útlit, persónuleika og rödd án þess að draga úr vægi þeirra vörumerkja sem þar er að finna.

Logoið er innblásið af fjórum veggjum heimilisins og er útfært sem myndræn blanda af stöfunum T og K í formi húss. Logoið og er látlaust en hefur skýra vísun í bæði nafn og hlutverk vörumerkisins

Innrammaðir eiginleikar

Mikilvægur hluti af nýju ásýndinni er rammi sem er ætlað að rúma önnur vörumerki, vörur eða skilaboð. Innan rammans getur Tekk komið vörum og vörumerkjum sem er að finna hjá þeim á framfæri og aðgreint myndrænt sitt eigið vörumerki frá úrvalinu. Einnig má þar nota víðtæka litapallettu, fjölbreyttar áferðir og úrval leturgerða. Þessir eiginleikar geta tekið talsverðum breytingum án þess að draga úr samhæfðri ásýnd vörumerkisins.

Ramminn gerir vörumerkinu þannig kleift að bregðast við mismunandi stefnum og straumum án þess að breyta ásýnd.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn