Ný ásýnd fyrir FOSS

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Foss

Ár

2022

Hlutverk

Branding

,

Design system

,

Web design

,

FOSS er stéttarfélag fyrir opinbera starfsmenn á Suðurlandi og nær félagssvæðið frá Sveitarfélaginu Ölfusi til Hornafjarðar. Nýja útlitið þurfti því að ná til stórs og fjölbreytts hóps sem varð að geta samsamað sig merkinu.

Sameingartákn sem þurfti uppfærslu

Ekkert heildarútlit var til staðar, aðeins merkið sem var teiknað á áttunda áratug síðustu aldar og almenn notkun á dökkrauðum lit. Til að skapa nýtt heildarútlit fyrir FOSS varð að endurskoða merkið, ákveða nýja litapallettu, ljósmyndastefnu, teiknistíl og útlit vefsíðu.

Uppfærsla fyrir stafrænan veruleika

Upprunalegt merki FOSS hentaði ekki á helstu stafrænu miðlum enda var merkið búið að vera óbreytt í 50 ár. Helstu einkenni merkisins fengu að halda sér en merkið í heild var einfaldað. Úr varð nýtt merki sem minnir á það gamla en stenst allar nútímakröfur um skalanleika bæði á vef og prenti. 

Litur sem hentar

Rauður var sem áður aðallitur FOSS en breytt var úr dökkrauðum í fallegan og sterkan rauðan lit sem hentar bæði í prent og á skjá. Nýi rauði liturinn var valinn af mikilli kostgæfni og í samstarfi við FOSS til að þjóna helstu notkunarmöguleikum litarins. 


Til að auka áherslur á útgefnu efni skilgreindum við ljósmyndastefnu: Vinalegar og hlýlegar myndir af fólki og umhverfi sveitarfélaganna í bland við fjölbreyttar teikningar af fólki. 

Nýr vefur fyrir nýtt vörumerki

Vefurinn var hannaður fyrir VEVA, vefumsjónarkerfi Advania. Vefurinn var að sama skapi þróaður af Advania og er gott dæmi um farsælt samstarf Jökulár við fyrirtækið. VEVA gefur FOSS fullt vald yfir efni vefsins með einföldu viðmóti og sérsniðnu hönnunarkerfi. 

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn