IS
EN
Viðskiptavinur
Frystihúsið
Ár
2021
Hlutverk
Branding
,
Storytelling
,
Frystihúsið er ísbúð á Akranesi sem opnaði snemma árs 2021. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af ísréttum og kaffidrykkjum. Ísbúðin vill skapa góða stemningu og leggur áherslu á gleðitilfinninguna sem flestir ísunnendur upplifa þegar þeir fara á ísrúnt með vinum og fjölskyldu.
Útlit Frystihússins samanstendur af girnilegum litum, ljósmyndum af ísréttum sem kitla bragðlaukana, dansandi textagrafík og lifandi formum og slettum sem minna á gómsætan ís. Áhersla var lögð á að skapa eftirminnilegt og skemmtilegt útlit sem vekur upp væntingar um góðar stundir.
Í myndefninu er stanslaust stuð og reglulega bætist við fjörið þegar haldið er upp á ýmsar hátíðir. Á jólunum kemur Sveinki í heimsókn og býður upp á jólalegan ís, á hrekkjavökunni breytist Frystihúsið í draugahúúús og á Írskum dögum skín regnboginn yfir ísbúðinni.
Hönnunarkerfi
Vörður
Mörkun
GG sport
Stafræn lausn
Reykjavíkurborg
vefhönnun
síminn