Litríkari Landlæknir í nýju vörumerki

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Embætti landlæknis

Ár

2022

Hlutverk

Branding

,

Embætti landlæknis er ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna með því að tryggja gæða heilbrigðisþjónustu og efla lýðheilsustarf í landinu. Embættið er stór stofnun sem þjónar öllum landsmönnum og því þarf útlit þess að vekja traust. Það var því ákveðin áskorun að skapa nýtt útlit frá grunni.

Einfölduð hefð

Nýja merkið er einfölduð útgáfa af því gamla, skjaldarmerki og texti til hliðar, sett upp í sama útliti og merki ráðuneytanna. Við gerðum stóra litapallettu sem skipt er upp í nokkrar litasamsetningar til að einfalda notkun. Grunn litasamsetning embættisins vekur traust og hinar fimm litasamsetningar eru notaðar sitt á hvað til að túlka mismunandi málefni.

Fjölbreytt myndefni

Ljósmyndir og teikningar eru notaðar sitt á hvað eftir því sem á best við hverju sinni. Myndefnið sýnir allskonar fólk á breiðu aldursbili með fjölbreytt persónueinkenni. Teikningar eru einfaldar og skemmtilegar, með dökkum útlínum og litaflötum. Fólk er alltaf litað án húðlits og notum við frekar hár, föt og annað til að ljá því persónuleika. Annað myndefni eru hlutir, senur og ljósmyndir af íslensku umhverfi. 

Mynstur í notkun

Auk myndefnis notum við hringlaga og ferhyrnd mynstur til að gefa stórum litaflötum áferð og persónuleika. Nýtt útlit Embættis landlæknis er litríkt og fjölbreytt. Hægt er að hafa það formlegt fyrir alvarlegri málefni en einnig glaðlegt með litum og teikningum fyrir skemmtilegri hliðar heilbrigðis.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn