Virkari þátttaka í eigin meðferð

Skoða lausn

Viðskiptavinur

Landspítali

Ár

2022

Hlutverk

App design

,

User experience

,

Landspítalinn vildi þróa app sem gerir sjúklingum Landspítalans kleift að nálgast og halda utan um upplýsingar um innlögn þeirra og komu á spítalann á einfaldan og þægilegan máta.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Advania, sem sér um þróun á smáforritinu. Jökulá var fengið til að halda áfram með ítrun og áframhaldandi hönnun.

Bætt upplifun sjúklinga

Í appinu birtast upplýsingar er varða dvöl sjúklinga á spítalanum. Sjúklingar geta séð og haldið utan um yfirlit yfir innlagnir, komur, rannsóknir og tímabókanir í „dagbókinni“. Þeir geta skráð ofnæmisupplýsingar, séð stöðu rannsókna, fengið yfirlit yfir útskriftir eftir innlögn ásamt því að hafa möguleikann á að vera með umboð fyrir aðgang annarra notenda.

Virk þátttaka í eigin meðferð

Í appinu er ýmsum upplýsingum úr rafrænum kerfum miðlað beint til sjúklingsins til að bæta upplifun hans, auka öryggistilfinningu og gera honum jafnvel kleift að taka virkari þátt í eigin meðferð.

Verið er að vinna í eiginleika til að „bóka tíma“ í appinu en í vinnslu fyrir þann eiginleika var farið í samkeppnisgreiningu á þróun á einfaldri og þægilegri tímabókun fyrir sjúklinga.

Einfaldari samskipti

Með appinu finnst sjúklingi eins og hann sé hluti af meðferðarteyminu. Það ríkir meiri sjálfvirkni og aukið gagnsæi þar sem sjúklingurinn er upplýstur um hvað er verið að gera hverju sinni og hvað sé fram undan. Sjúklingur getur ávallt sent skilaboð á starfsfólk deildarinnar, skilaboðin munu birtast á skjáborði deildarinnar og eru aðgengileg öllum meðferðaraðilum sjúklingsins.

Stöðug þróun

Hægt er að sækja appið í App Store eða Play store. Appið er einnig í stöðugri þróun og fleiri útgáfur í bígerð með betrumbættum eiginleikum.

Fleiri verkefni?

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfi

Vörður

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Mörkun

GG sport

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

Stafræn lausn

Reykjavíkurborg

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma.

vefhönnun

síminn