IS
EN
Viðskiptavinur
Nóri
Ár
2019
Hlutverk
App design
,
User experience
,
Nóri er samskiptalausn milli þjálfara og forráðamanna barna í íþróttum þar sem hægt er að nálgast dagskrá og æfingatöflur, tilkynna forföll og halda utan um samskipti.
Hönnunin varð að vera aðgengileg og þægileg notkunar fyrir tvo mjög mismunandi notendahópa, þjálfara og foreldra, sem eru með afmarkaðar og mismunandi þarfir. Þessar þarfir voru rannsakaðar og skilgreindar svo betur væri hægt að mæta þeim.
Upplýsingar eru alltaf við hendina og fela sig ekki á bak við hönnun eða skilaboð. Þannig eru möguleikar notandans skýrir hverju sinni og samskiptaleiðir alltaf greiðar, bæði milli foreldra og þjálfara.
Upphaf vinnunar var að þróa útlitsstefnu fyrirtækisins. Eldra merki var erfitt í meðferð á stafrænum miðlum. Því þurfti heildræna hugsun á allt vörumerkið, nýtt merki, liti, íkona og teikningar. Niðurstaðan var því skírskotun í manneskju á hreyfingu sem myndar stafinn N.
Þegar útlitsstefna var skýr var farið í að hanna appið. Lögð var mikil áhersla á skemmtilega og notendavæna útfærslu ásamt því að hún væri einföld í notkun.
Hönnunarkerfi
Vörður
Mörkun
GG sport
Stafræn lausn
Reykjavíkurborg
vefhönnun
síminn