IS
EN
Viðskiptavinur
GG Sport
Ár
2019
Hlutverk
Branding
,
Web design
,
GG er verslun sem býður upp á allt sem þú þarft fyrir útivistina, hvort sem þú ert að ganga Hvannadalshnjúk í þriðja skipti eða fara í útilegu með fjölskyldunni. Við endurhönnuðum vörumerki GG og hönnuðum nýja vefverslun með nýjum áherslum.
Þegar kemur að endurhönnum vörumerkis eða endurmörkun er mikilvægt að afla upplýsinga og taka ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Of hraðar breytingar geta sett vörumerkið í hættu og því er mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig. Undir þessum kringumstæðum öflum við upplýsinga úr nokkrum áttum og greinum þær.
Áherslur voru að staðsetja GG sport skýrt og greinilega sem vörumerki sem gerir viðskiptavinum sínum kleift að njóta náttúrunnar. Með það að leiðarljósi var firmamerkið hannað með vísun í náttúruna. Þessum vísunum var blandað við GG til að skapa einfalt, fumlaust og skiljanlegt firmamerki.
Ásýnd vörumerkisins er dregin úr náttúrunni og upplifun á útivist. Lágstemmdir jarðlitir sem vísa í frumefni, fatnað og aðstæður sem unnendur útvistar þekkja. Litum og letri er ætlað að skapa traust og hlýleika í garð vörumerkisins.
GG sport leggur upp með að veita góða og persónulega ráðgjöf um gríðarlegt vörurúrval. Til að ná sömu áhrifum settum við okkur í spor notandans og hönnuðum vöruflokka og úrval með þarfir hans að leiðarljósi. Upplifun notandans á að vera skýrt og einfalt ferli þar sem hann finnur því að GG þekki þarfir hans.
GG sport er fyrir alla þá sem vilja upplifa náttúru Íslands. Markmiðið er að gera ekki aðeins náttúruna aðgengilega heldur búnaðinn sem þarf til að njóta hennar. Þeim áhrifum er náð með þægilegum og aðgengilegum litum, letri og hönnun sem býst við þörfum hins almenna notanda.
Sama hvar þú ert eða hvert þú ert að fara þá hentar GG vefsíðan fyrir alla skjái og aðstæður. Það er kannski of seint að panta gönguskó þegar þú ert kominn á fjallið en það er samt möguleiki.
Í ljósmyndastefnunni leggjum við áherslu á að í myndunum sé að finna venjulegt fólk að njóta sín og náttúrunnar. Við viljum ekki bara fagna stóru fjallgöngunum eða afrekum, við viljum fagna öllum sigrunum, stórum sem smáum. Þráinn Kolbeinson tók myndirnar sumarið 2020 á ferð sinni um landið.
Hönnunarkerfi
Vörður
Mörkun
GG sport
Stafræn lausn
Reykjavíkurborg
vefhönnun
síminn