Hvort kemur fyrst, síminn eða tölvan?

Þegar hanna á viðmót á vef þarf að íhuga hvernig það mun líta á öllum stærðum af skjám. Vefumferð fer að miklu leyti fram á snjalltækum sem öll hafa mismunandi stóra skjái og vefsíðan verður að bæði líta vel út og sinna hlutverki sinu á þeim öllum. Minni skjáir hafa minna pláss fyrir efni vefsíðunnar og því þarf að ákveða frá fyrstu hendi hvernig hönnunin forgangsraðar efninu.

Hönnunin tekur annaðhvort mið af minni skjáum snjalltækja eða stærri tölvuskjáum. Um er að ræða tvær mismunandi aðferðir sem hafa gríðarleg áhrif á hvernig síðan mun líta út og virka.

Farsímamiðuð vefhönnun?

Aðlögun (e. degradation) gerir ráð fyrir að að síðan sé hönnuð fyrir tölvuskjái og eftir því sem plássið minnkar á skjánum er efni og virkni fórnað til að koma meginhlutverki síðunnará framfæri. Síðan byrjar stór og minnkar síðan.

Stækkun (e. enchancement) er farsímamiðuð vefhönnun sem leggur áherslu á virkni á litlum skjáum og eykur síðan við hönnunina eftir því sem skjárinn stækkar.

Farsímamiðuð vefhönnun hefur það að markmiðið að forgangsraða efni og virkni samhliða vaxandi net- og smáforritanotkun á farsímum. Meirihluti netumferðar á heimsvísu er í gegnum farsíma og eykst enn. Ljóst er að farsíminn er kominn til að vera, en er alltaf best að miða hönnun að farsímanotkun?

Gagn-hönnun (e. data driven design)

Það fer eftir ýmsu. Jökulá vill styðjast við gögn og notendur til að ákveða aðferð. Ef vænta má að stór hluti umferðar muni koma frá tölvunotendum, verður fyrst lögð áhersla á að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir að farsímanotkun sé að aukast er ekki hægt að fullyrða að hönnun muni beinast að farsímanotkun í hverju verkefni fyrir sig. Við látum fyrirliggjandi gögn um notendur og virkni ráða hvaða þættir og eiginleikar verða hafðir í fyrirrúmi.

Skölun (e. responsive design)

Í flestum tilvikum hentar sveigjanleg og skalanleg hönnum sem nær til allra tækja og heldur öllum viðeigandi eiginleikum og aðgerðum burt séð frá skjástærð. Mikilvægt er að átta sig á notendum og þörfum þeirra og ákveða út frá því hvaða eiginleika hönnunin þarfnast.

Niðurstaða

Túlkun gagna og skilningur á hvernig best sé að ákvarða hönnunarmöguleika er okkar helsta forgangsatriði. Munurinn á skjástærð farsíma og tölva getur verið gríðarlegur og í dag er erfitt að tala um hefðbundna skjástærð. Í sumum tilfellum er best að miða hönnun að farsímum en það er ekki algilt og mikilvægt að velja sér réttan samstarfsaðila fyrir vefinn þinn í staðinn fyrir að trúa því að að farsímamiðuð hönnun sé alltaf besti kosturinn.

Gerum eitthvað frábært saman!

Hafa samband
Go to link

Viltu lesa meira?