Hreyfðu á þér hausinn

Axel F. Friðriksson
axel@jokula.is

Gríptu athyglina með hreyfingu

Stafræni heimurinn er myndrænn. Við tjáum okkur með táknmyndum og hreyfimyndum,  auglýsingar sveiflast inn og út, 72% okkar horfa á fleiri myndbönd í ár en árið áður. Myndefni á hreyfingu, sama hvaða nafni það heitir, skapar árangur ef það er notað rétt. Efnið þarf að vera þessi virði að horfa á það, það þarf að skapa gildi, vekja tilfinningar, hvetja til aðgerða og ná til þeirra sem horfa á það. 


Myndefni sem nær árangri er hannað með markmið, áhorfendahóp og miðil í huga. Þessir eiginleikar hafa síðan áhrif á hvernig það lítur út. Hvaða form tekur það? Hversu langt? Hvernig sögu á að segja?


Hjá Jökulá höfum við hannað ýmiss konar myndefni til fræðslu, kynninga og auglýsinga. Í þeirri hönnunarvinnu höfum við lært þrjá hluti sem gera þér kleift að búa til enn betra efni fyrir samfélagsmiðla, auglýsingar, kynningar eða fræðslu.

Þú tekur eftir því sem sem hreyfist

Myndefni á hreyfingu vekur meiri athygli en ef það væri kyrrt. Augun beinast að hlutum á hreyfingu og við tökum eftir því sem þar er að gerast. Myndbönd og gif fá allt að 1200% fleiri deilingar en myndir og slíkt efni gerir vörumerkjum tækifæri til að segja lengri sögur en ella. Áhorfendur muna skilaboðin 95% betur þegar þeir sjá þau í myndböndum og 72% fleiri vilja læra um þjónustu, vöru eða fyrirtæki sem þeir kynnast í gegnum myndband frekar en texta.

Í myndefnisgerðinni sjálfri er mikilvægt að hugsa um upplýsingarnar sem þú vilt koma á framfæri. Viltu að fólk taki eftir staðsetningunni á pítsustaðnum þínum? Láttu staðsetninguna dansa eða sýndu þeim leiðina til þín! Viltu að fólk sjái verðið á vörunni? Leyfðu því að springa inn á meðan allt annað er stillt. Notaðu eiginleika mannshugans til að tala til hans. Ertu að búa til efni fyrir samfélagsmiðla? Notaðu hreyfingu til að fanga athygli notandans.


Komdu þér að kjarna málsins

Myndbönd eru tímafrek í framleiðslu og áhorfandinn býst við að sjá upplýsingarnar sem hann vill um leið. Þessar kröfur gera þér kleift að koma þér undir eins að kjarna málsins og koma skilaboðunum frá þér á tímanlegan og hagkvæman máta.


Á samfélagsmiðlum er sérstaklega mikilvægt að koma sér beint að efninu og sjóða skilaboðin niður í örstuttar setningar og skilaboð. Er hægt að koma skilaboðunum fyrir í þremur orðum? Þá er það klárlega málið. Þarftu að koma flóknum hugmyndum á framfæri? Myndefni er fullkomið form fyrir slík samskipti.

Endurtekningar eru góðar

Flotta grafík má alltaf nota aftur og það mun jafnvel bara styrkja skilaboðin sem þú sendir með henni. Þess vegna er alltaf gott að hugsa um slíkt efni sem fjölnota frá byrjun og móta skilaboð með það í huga. 


Í markaðssetningu er gott að hafa stórt vopnabúr, hreyfing bætir fleiri vopnum í safnið og frískar upp á alla grafík. Bara með því að setja smá hreyfingu í vörumerkið þitt fær það persónuleika og vídd sem gerir þér kleift að útskýra enn fremur hver gildin ykkar eru á andartaki.

 

Með ótal litlum hreyfingum, hvort sem það er texti eða teikning af hundi með ís, fjölgar þú tækjunum sem þú hefur til að tala um þitt brand og það besta er að þú getur notað þetta aftur og aftur.


Hafðu samband ef þú vilt koma þínum skilaboðum á framfæri með áhrifaríkri hreyfigrafík.

Hafa samband
Go to link
Axel F. Friðriksson
axel@jokula.is

Viltu lesa meira?