Af hverju ættir þú að fjárfesta í notendaupplifun?

Góð notendupplifun er ekki bara grundvallaratriði þjónustu heldur skynsamleg fjárfesting sem getur sparað þér peninga. Ef fyrirtækið þitt býður upp á þjónustu eða vöru á netinu er notendavæn hönnun fljót að borga sig upp og skapa jákvætt umtal. Hér sérðu fjórar mikilvægustu ástæðurnar fyrir því að fjárfesta í notendaupplifun.

Góð notendaupplifun eykur sölu

Ef markmiðið þitt er að selja vöru eða þjónustu er notendaupplifun lykilatriði. Notandinn býst við ákveðnum upplýsingum sem hann vill nálgast á ákveðinn máta. Með því að skapa upplifun sem hugnast notandanum treystir hann þér betur og er tilbúinn að taka næstu skref. Notandinn dæmir trúverðugleika fyrst og fremst út frá útliti.

Þegar markmiðið er ekki bein sala heldur þjónusta skiptir enn meira máli að upplifun notandans sé óaðfinnanleg. Notandinn túlkar öll stafræn samskipti sín við þig sem samskipti við fyrirtækið í heild sinni og ef sú upplifun er ekki notendavæn leggst sá stimpill á alla þjónustu sem þú veitir.

Rannsóknir hafa sýnt að hver króna sem sett er í notendaupplifun borgar sig til baka hundraðfalt. Fyrirtæki sem setja góða notendaupplifun í fyrsta sæti standa sig betur en fyrirtækin sem gera það ekki. Viðskiptavinir eru bæði líklegri til að nýta sér þjónustu og vörur og kaupa meira af þeim.

Góð notendaupplifun eykur notkun

Skoppa notendur af síðunni þinni án þess að skoða nánar hvað þú hefur að bjóða þeim? Hefurðu eytt fúlgum fjár í að skapa stafræna þjónustu sem enginn notar og enginn græðir á? 88% notenda fara ekki aftur á síðu þar sem upplifun þeirra var ekki eftir væntingum. Og það er ekki skrítið, í stafrænum heimi höfum við endalausa valmöguleika og þín stafræna tilvera þarf að skína skærar en aðrar. Með notendavænni hönnun miðast allar ákvarðanir við að bæta upplifun og notkun í þágu notandans.

Góð notendaupplifun felur í sér að skapa ferli sem hagnast notandanum og hvetur hann til að kynnast þér betur og nota þjónustu þína. Þú færð tækifæri til að þróa þjónustu og vörur að þeirra þörfum og ná nýjum hæðum í gæðum og ánægju. Notendur nálgast efnið þitt, ekki bara vörur og þjónustu heldur fréttir og kynningarefni.

Góð notendaupplifun hönnun eykur ánægju og tryggð

Með notendavænni hönnun skapar þú trygga og ánægða viðskiptavini sem vilja vera í viðskiptum við þig. Ánægðir viðskiptavinir láta aðra vita og eru líklegir til að skilja eftir góð meðmæli á netinu sem eru gulli betri. Þeir eru líka líklegri til að koma aftur og aftur, tala vel um þig og hvetja aðra til að kynnast þér. Allt að 23% ánægðra viðskiptavina segja fleiri en tíu vinum sínum frá upplifun sinni

Góð notendaupplifun skapar ekki bara ánægðari og tryggari viðskiptavini, þú kynnist þeim betur. Þú veist hvað þeir vilja frá þér og veist hvernig þú getur skapað virði fyrir þá. Þú skilur hvað kemur í veg fyrir að notendur taki lokaskrefið og gerist viðskiptavinir og getur jafnvel boðið þeim upp á þjónustu sem þú vissir ekki að þeir vildu.

Góð notenda upplifun lækkar annan kostnað

Ef upplifun notandans er höfð í fyrirrúmi auðveldar hún alla hönnun á stafrænu efni. Minni tími fer í að endurskoða og breyta hönnun sem var svo fín fyrir hálfu ári síðan. Í staðinn er hönnunin prófuð og hönnuð með notandann í huga. Af hverju að eyða peningum í að hanna virkni sem viðskiptavinurinn vill ekki og hunsa virkni sem hann vill hafa? Góð notendaupplifun auðveldar öll samskipti notandans við fyrirtækið og minnka áreiti á starfsfólk. Ef viðskiptavinur leysir öll sín vandamál án aðkomu starfsmanna getur þú sparað umtalsvert á mannauði og hvatt starfsmenn til að veita þeim viðskiptavinum sem þurfa sérstaka hjálp enn betri þjónustu.

Kostnaður við að ná í nýja viðskiptavini er einn mikilvægasti fjárfestingarliður sem þarf að hafa auga á. Ef þú eyðir meira í að öðlast viðskiptavini en þú græðir á viðskiptunum ertu í slæmum málum. Góð notendaupplifun er einhver besta auglýsing sem þú getur fjárfest í og það er enginn birtingarkostnaður.

Vilt þú fjárfesta í notendaupplifun?

Hafa samband
Go to link

Viltu lesa meira?