Skiptir aðgengi á netinu máli?

Deila grein
Skiptir aðgengi á netinu máli?

Það er ekki oft sem fólk áttar sig á hvað gott aðgengi á vefsíðu felur í sér. Undir fagurlega hönnuðum vefjum eiga að vera stillingar, upplýsingar og leiðbeiningar sem gera sem flestum kleift að vafra að vild. En bara af því að hlutir eiga að vera einhvern veginn þýðir ekki að svo sé.

Vilt þú hönnun sem
nær árangri?

Hafa samband

What’s a Rich Text element?

The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.

Static and dynamic content editing

A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!

How to customize formatting for each rich text

Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.

Hvað þýðir aðgengi á netinu?

Það eru engar tröppur á netinu eða hurðir en sjóndapurt fólk rekur sig samt á hindranir hvert sem það fer. Aðgengi á netinu snýst um nákvæmlega það sama og aðgengi í raunheimum, að útiloka ekki ákveðna hópa. Slíkt aðgengi er tryggt með því að leita allra leiða til að koma upplýsingum á framfæri á máta sem gerir öllum kleift að nálgast þær.

Í síbreytilegu upplýsingasamfélagi eiga allir að geta verið þátttakendur og allir eiga að vera upplýstir. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar og skiljanlegar öllum. Þetta fellur undir mannréttindi og ætti í rauninni að vera lagaleg skylda.

Vefsíður ættu að vera hannaðar fyrir alla án hindrana og ætti vefurinn í heild sinni í raun að vera verkfæri fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri í raunheimi.

Hvað græðir þú á góðu aðgengi?  

Það er alltaf hægt að koma með góðar og fallegar ástæður fyrir því að gera hluti aðgengilega en slíkar breytingar enda oft í bunkanum yfir hluti sem við ætlum að gera „seinna“ en gerum síðan aldrei. En staðreyndin er sú að ef vefsíðan þín er ekki hönnuð fyrir alla þá ertu að tapa peningum.

Gott aðgengi hjálpar þér á marga vegu

Gott aðgengi er nefnilega ekki bara hið rétta skref til að einfalda öllum að nota vefinn. Það er mikilvægur hluti af því að ná forskoti og halda samkeppnishæfni í hörðum heimi. Fyrirtæki sem hafa gott aðgengi koma frekar upp á leitarsíðum, fá fleiri gesti inn á síðuna sína og standa frammi fyrir minni viðhaldskostnaði.

Leitarvélabestun

Einfaldasta og mikilvægasta ástæðan er mjög einföld. Algrímur Google lítur til aðgengismála þegar það ákveður hvar vefsíðan þín birtist á leitarsíðunni. Þetta er grundvallaratriði fyrir flestar vefsíður og er í raun nóg til að ýta við flestum til að taka þessi nauðsynlegu skref. Leitarvélabestun er gríðarlega mikilvæg og allt það sem gefur þér yfirburði á því sviði er þess virði að skoða.

Nýir markhópar

Mögulega eru markhópar sem geta ekki notað síðuna þína og geta þar með ekki orðið viðskiptavinir. Eldri borgarar með lélega sjón sem geta orðið dyggir viðskiptavinir ef þú auðveldar þeim aðgengi að þjónustu þinni eða vörum. Það er litlu að tapa þegar þú hefur til svo mikils að vinna.

Nýsköpun og vinnusparnaður

Áskoranir skapa alltaf þörf fyrir nýsköpun sem leiðir til nýrra leiða til að koma upplýsingum á framfæri. Slíkt getur opnað ný tækifæri á vefnum og auðveldar að sama skapi vinnu ef aðgengi verður seinna lögfest eða almenn venja. Það er mun auðveldara að viðhalda venju en að fara í stórar breytingar sem valda miklu raski.

Hvernig gerir þú síðuna þína aðgengilega?

En hvernig passarðu upp á að síðan þín sé aðgengileg? Hvað þarf að vera í lagi og hverju þarf að breyta?

Upplýsingaflæði

Stærstu hindranir í aðgengi á vefnum er slæmur upplýsingaarkitektúr, röng uppsetning í forritun og slæm hönnun. Þá er mikilvægt að skipta fyrirsögnum niður í h1, h2 og h3 til að lestrartól geti greint efnið, lesið upp fyrir notandann og raðað efni eftir mikilvægi.

Upplýsingaarkitektúr þarf að vera hugsaður út frá því hvernig notandi upplifir hann bæði í gegnum augu og eyru ef ske kynni að hann skyldi fá hann lesinn upp í gegnum lestrartól.

Nöfn

Nöfn á síðum og undirsíðum verða að vera bæði á réttum stað í flæðinu og skýrt hvaða efni sé að finna þar. Ef síðan er til dæmis hluti af ferli þarf að koma fram hversu mörg skref séu eftir, hvert ferlið sé og hvernig það gangi.

Litir

Til þess að passa upp á aðgengi þarf hönnun meðal annars að hafa góða skerpu í litum og góða stærð á letri og öðrum einingum. Einnig þarf að passa upp á aðgengi fyrir litblinda þar sem hönnuðir geta oft fallið í þá gryfju að taka ekki tillit til þeirra og á þetta aðallega við um litasamsetningar.

Skýringartexti

Huga þarf líka að góðri uppsetningu og útlistun í forritun eins og til dæmis að setja skýringartexta (e. alternative text) á ljósmyndir. Slíkur texti lýsir efni myndarinnar og gerir þannig notendum kleift að skynja efni síðunnar í huga sér.

Í það heila er aðgengi ekki lausn heldur ferli sem skapar öllum jöfn tækifæri til að stunda viðskipti við þig. Og það er öllum til bóta.

Kynntu þér hvernig við hönnum aðgengi

Hafa samband

Lesa meira?