Erum við að gleyma raunveruleikanum?

Deila grein
Erum við að gleyma raunveruleikanum?

Phygital er nýjasta tískuorðið sem allir verða að vera með á hreinu. En hvað er phygital og hvernig á maður eiginlega að nota það?

Vilt þú hönnun sem
nær árangri?

Hafa samband

What’s a Rich Text element?

The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.

Static and dynamic content editing

A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!

How to customize formatting for each rich text

Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.

Hvað er rafþreifanlegt?

Byrjum á byrjuninni. Phygital er samblanda af orðunum digital og physical, stafrænt og áþreifanlegt. Þess vegna höfum við hjá Jökulá búið til orðið rafþreifanlegt á okkar fjölhæfu tungu. Hér fyrir neðan munum við því nota rafþreifanlegt þegar við ræðum um phygital.

Rafþreifanleiki er lýsing á upplifun notandans á vörumerki sem býr bæði í raunheimi og hinum stafræna. Að vera rafþreifanlegur felur til dæmis í sér að bjóða upp á að kaupa hluti í netverslun og sækja þá síðan. Hefurðu farið á netverslunarsíðu þar sem hugsað var fyrir öllu og upplifunin var af sérhæfðri búð í dýrari kantinum en síðan fórstu að sækja vörurnar og þær biðu þín í vöruhúsi þar sem merki búðarinnnar var prentað á A4 blað? Það er dæmi um netverslun sem hefur ekki velt sér upp úr rafþreifanleika vörumerkisins.

Rafþreifanleiki er samblanda af raunheiminum og stafrænni vegferð. Það er heimspeki og stefna sem gerir ekki greinarmun á vefsíðu sem veitir þér upplýsingar eða starfsmanni sem þú getur talað við. Rafþreifanleiki snýst ekki um tæki eða tól heldur endurmótun heildarferðar notandans í gegnum raunheima í samræmi við væntingar hans. Rafþreifanleiki dregur úr ruglingi og óvissu með því að koma í veg fyrir rof í upplifun á hinu rafræna og áþreifanlega. 

Stafræn vegferð og raunveruleikinn

Málið er nefnilega að í kappi okkar við að ná tökum á stafrænu vegferðinni sem margir þurftu að henda sér út í árið 2020 hefur stundum gleymst að við getum ekki boðið upp á eina upplifun á netinu en aðra í raunveruleikanum. Hættan við stafræna vegferð er að gleyma hinu áþreifanlega. Stafræn vegferð á að leysa RÉTT vandamál, ekki að skapa vinnu og álag eða skapa rof í upplifun á vörumerki þínu.

Sem dæmi eru fjölmargar vefsíður að nota spjallmenni en eru þau að leysa vandamál eða skapa þau? Er spjallmennið orðið að hindrun sem þarf að komast í gegnum til að komast að lausninni eða jafnvel að leitarvél?

Hlutverk rafþreifanlegrar hugsunar er að átta sig á því að það er enginn raunmunur á því hvað notandinn vill þegar hann kemur á vefsíðuna eða þegar hann kemur til þín. Ef að við snjallvæðum of mikið og of hratt eigum við á hættu að skapa aðstæður þar sem notandinn upplifir vörumerki sem skilur ekki hann og þarfir hans.  

Hvernig hugsarðu rafþreifanlega?

Það er einfalt að leysa vandamál með rafþreifanlegum áherslum. Fyrst þarftu að spyrja þig að þremur spurningum:

  • Eru þarfir notandans ólíkar í raf- og raunheimum? 
  • Er munur á þjónustustigi á vefnum eða í persónu?
  • Skapar vefsíðan sama vörumerki og raunheimurinn?

Svörin við þessum spurningum ættu að leiða þig áfram og vekja þig til umhugsunar um hvaða aðgerðir þú getur lagst í til að draga úr rofinu á milli hins rafræna og áþreifanlega. Rafþreifanleiki er ekki aðferðafræði sem mun móta heiminn á ný en hér er um að ræða hugmyndir sem við þurfum að hafa í huga til að skapa bestu mögulegu þjónustuna til að bæta upplifun notenda. 

Taktu rafþreyfanleika með í reikninginn!

Hafa samband

Lesa meira?