Hjá Jökulá segjum við: Allt er upplifun. Við upplifum allt sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er að kaupa vörur á netinu eða úti í búð eða að skoða myndir á Instagram.
Hönnun
Hjá Jökulá segjum við: Allt er upplifun. Við upplifum allt sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er að kaupa vörur á netinu eða úti í búð eða að skoða myndir á Instagram.
The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.
A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!
Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.
Þess vegna þarf hönnun að huga að upplifun notandans og skapa aðstæður þar sem notandinn þarf varla að hugsa eða velta fyrir sér hlutunum. Notandinn einfaldlega gerir það sem honum er eðlislægt og allt fellur í hendurnar á honum. Ef þú þarft að hugsa um hvað ákveðinn takki gerir á vefsíðu eða veist ekki hvað þú átt að gera þá hefur hönnunin mistekist.
Og mistök eru dýrkeypt.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir mistök er að gera aldrei ráð fyrir neinu heldur prófa, prófa og prófa. Notendaprófanir eru af ýmsu tagi og gera okkur kleift að greina kosti og galla í viðmótshönnun og að bæta árangur og notendaupplifun af núverandi vörum.
Hjá Jökulá notum við augnskanna sem mælir hvert augu notandans leita á skjánum. Við getum komist að því hvað vekur mesta athygli, hvað veldur stressi, hvert notandinn horfir, hverju hann tekur ekki eftir og hvaða einstaka aðgerðir, efni eða upplýsingar breyta tilfinningum hans. Með augnskannanum fylgir líka hárnákvæmur líkamsskanni sem mælir hjartslátt og rafmótstöðu í húð sem gefur vísbendingu um hvað hefur áhrif á upplifun notenda.
Athygli fólks er mæld í sekúndubrotum. Notandinn tekur eftir því sem vekur áhuga hans — ekki því sem þú heldur að skipti máli. Ef notandinn hefur ekki fundið það sem hann leitar að á tveimur sekúndum er hann farinn. Og það sem meira er, upplýsingarnar eru mögulega til staðar þarna en þær eru ekki þar sem þú bjóst við þeim. Notandinn tekur bara eftir því sem vekur athygli og áhuga — ekki því sem þér finnst vera mikilvægt.
Við veljum notendur til að prófa vef eða stafræna vöru. Eftir að hafa stillt augnskannann gefum við notandanum verkefni til að leysa á vefnum. Augu hans flökta um skjáinn í leit að svari eða verkfæri sem gerir honum kleift að leysa verkefnið.
Við nemum hvert augu hans leita og hversu stressaður hann verður. Flöktandi augu bera þess merki að hann viti ekki hvert hann eigi að leita, hátt svitastig er merki um stress, langur viðbragðstími segir okkur að hann sé að leita upplýsinga.
Allar aðgerðir ættu að vera fljótlegar, einfaldar og augljósar. Þegar svo er ekki kemur það bersýnilega í ljós.
Það er næstum því aldrei of snemmt að prófa hönnun. Hægt er að prófa grundvallaratriði í upplýsingaflæði og arkitektúr áður en kemur til hönnunar en þá er hægt að greina vandamál og tækifæri áður en tíma og fjármunum er veitt í hönnun.
Eins er alltaf hægt að prófa núverandi hönnun á vefsíðu, auglýsingu, vörumerki og jafnvel umbúðum. Svo lengi sem hægt er að setja vöruna á tölvuskjá getum við prófað hana.