Tæknigeirinn og samfélagið eru sífellt að beina augum sínum að þörfum notandans og er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að huga vel að notendaupplifun. En hvað er notendaupplifun?
Hönnun
Tæknigeirinn og samfélagið eru sífellt að beina augum sínum að þörfum notandans og er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að huga vel að notendaupplifun. En hvað er notendaupplifun?
The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.
A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!
Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.
Jökulá sérhæfir sig í því að skapa áhrifamikla notendaupplifun. En hvað þýðir það? Af hverju ættir þú að hugsa um upplifun í hönnun? Skiptir ekki bara máli að hönnunin sé flott?
Byrjum á byrjuninni. UX er skammstöfun fyrir enska hugtakið user experience sem hefur verið þýtt sem notendaupplifun á íslensku. Hugtakið kemur frá Don Norman, höfundi bókarinnar The Design of Everyday Things, sem var brautryðjandi í notendavænni hönnun. Notendaupplifun gengur fyrst og fremst út á það hvernig notendur upplifa hluti og skynja notagildi, vellíðan og skilvirkni.
Allt er upplifun. Við upplifum allt sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er að kaupa vörur á netinu eða úti í búð, skoða myndir á Instagram eða spila tölvuleiki í sjónvarpinu, ræða við þjónustufulltrúa í bankanum eða jafnvel að opna dyr.
Þarft þú að taka í handfang og ýta beint á hurðina? Eða þarftu að toga hana til þín? Hvað ef hurðin er ekki með neinn hurðarhún? Hefur þú lent í því að ýta á hurð þegar þú áttir að toga hana til þín? Allt hefur þetta áhrif á notendaupplifun sem getur haft áhrif á bæði hegðun og vellíðan fólks.
Þegar hannað er fyrir notandann þarf að taka tillit til notenda með því að samtvinna þætti úr ýmsum greinum eins og hönnun, tækni, sálfræði, viðskiptafræði og markaðsrannsóknum. Markmið hönnuða notendaupplifunar er að tengjast notendunum og skilja þarfir þeirra, hvata, erfiðleika og markmið ásamt því að gleyma ekki að varan eða þjónustan þarf að mæta þörfum og markmiðum fyrirtækisins. Þá er mikilvægt að hönnuðurinn sé alltaf í liði með notandanum og verji hagsmuni hans gagnvart öðrum öflum sem vilja koma sínum áherslum og þörfum að.
Ef hönnuði tókst vel til þarf notandinn varla að hugsa eða velta fyrir sér hlutunum. Notandinn einfaldlega gerir það sem honum er eðlislægt og allt fellur í hendurnar á honum. Til þess að skapa slíka upplifun þarf að prófa hönnun og ferla á raunverulegum notendum — oft og fljótt. Aldrei gera ráð fyrir neinu heldur prófa, prófa og prófa. Þú setur notandann í fyrsta sætið með því að setja hann í tilraunasætið.
Vefhönnun sem stuðlar að bættri notendaupplifun miðar að því að minnka skopp notenda (e. bounce rate), auka sölu og bæta upplýsingaflæði til að draga úr álagi á mannafla fyrirtækisins.
Slíkt hönnunarferli byrjar á því að rannsaka hegðun raunverulegra notenda til að skilja þarfir þeirra betur, ræða við þá og heyra sögu þeirra og markmið áður en ákvarðanir eru teknar um útlit og vírlíkan (e. wireframes).
Góð upplifun auðveldar notandanum að klára það sem hann ætlaði sér og fjarlægir allar hindranir á milli hans og markmiða hans. Að auki reynir notendavæn hönnun að bæta upplifun notandans með því að sjá fyrir þarfir hans áður en hann áttar sig á þeim sjálfur. Slík hönnun spyr sig hver tilgangur síðunnar er, hver noti hana, hvenær hún sé notuð og af hverju notandinn komi þangað.
Þannig skapar góð notendaupplifun ekki aðeins góða hönnun og flott útlit heldur hönnun sem virkar og skilar árangri. Betri þjónusta, meiri sala, minni vinna, meiri ágóði. Það er góð upplifun fyrir alla.