Getur ljót hönnun verið góð?

Deila grein
Getur ljót hönnun verið góð?

Við höfum öll séð merki, gengið fram hjá umbúðum eða horft á auglýsingu og velt fyrir okkur: Hver hannaði þetta eiginlega? Á hönnun ekki að vera falleg? Stutta svarið er nei. Langa svarið er hér fyrir neðan.

Vilt þú hönnun sem
nær árangri?

Hafa samband

What’s a Rich Text element?

The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.

Static and dynamic content editing

A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!

How to customize formatting for each rich text

Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.

Hvað er fegurð?

Þegar barn teiknar mynd í leikskóla skiptir tækni, litaval og sjónarhorn ekki máli. Það sem skiptir máli er að barnið notaði alla sína hæfileika til að búa til eitthvað sem því var hugleikið. Ástæðan á bak við tilurð teikningarinnar gerir hana fallega.

Fegurð er huglæg. Hún er falin á bak við meiningu sem við leggjum í hana, vana og eftirvæntingu, menningarlegri hegðun og tíðaranda. Það sem einu sinni var fallegt er núna ljótt. Það sem einu sinni var ljótt er orðið að stefnu. Fegurð er hverful, huglæg og tímabundin.

Þrátt fyrir að hönnun sé háð sömu hverfulu stefnum, tíðaranda og fegurð er hönnun ætlað að vera öðruvísi. Hönnun fylgir öðrum reglum og markmiðum og við eigum að dæma hana út frá öðrum forsendum.

Hönnun er oft falleg. Enginn hönnuður nýtur þess til lengri tíma að skapa ljóta hluti. En fegurðin er hliðaráhrif eða í besta falli undirstaða.

Hönnun snýst um samskipti. Hún snýst um að hönnuðurinn er að reyna að miðla upplýsingum til notandans á sem áhrifamestan máta. Hönnun á þar af leiðandi ekki að vera dæmd út frá fegurð sinni heldur hvernig hún uppfyllir hlutverk sitt sem samskiptaleið.

Vöruumbúðir eru gott dæmi. Fallegar umbúðir eru látlausar og einfaldar. Þær þjóna brandinu og notandinn vill horfa á þær. Fyrir dýrar vörur er þetta góð hönnun, umbúðir utan um farsíma eiga fyrst og fremst að vera fallegar. Skilaboðin sem þær senda eru: Það var góð ákvörðun að kaupa þennan síma, sjáðu hvað kassinn er flottur.

En við kaupum meira en síma. Þegar við hönnum umbúðir fyrir orkudrykki breytast markmiðin þó nokkuð. Þá þarf hönnunin að vera áberandi innan um aðrar svipaðar vörur. Látlaus og falleg hönnun hverfur á meðan æpandi og skýr hönnun nær árangri. Hönnunin þarf ekki að vera ljót eða falleg, hún þarf bara að virka, það er það eina sem skiptir máli. Ef ljót hönnun selur meiri orkudrykki en falleg hönnun þá er sú ljóta betri.

En hvað með ljót merki?

Merki ættu almennt séð ekki að vera dæmd út frá útliti sínu. Merki eiga fyrst og fremst að vera dæmd út frá stærri stefnu brandsins. Þjónar merkið brandinu og kemur gildum þess til skila? Ef svo er þá er merkið gott burtséð frá fagurfræðilegu gildi þess.

Merki taka á sig gildi brandsins sem það þjónar. Ef brandið snýst um að veita góða og faglega þjónustu mun merkið taka á sig þá meiningu og verða jafnvel fegurra fyrir vikið. Merki verður fallegt með góðri stefnu og stjórnun ef það nær sínu markmiði.

Eru til ljót merki? Já, auðvitað en málið er að það er röng spurning.

Gott eða slæmt

Þegar kemur að hönnun þurfum við að hætta að velta okkur upp úr fagurfræði. Við ættum að hætta að spyrja hvort hönnunin sé falleg eða ljót og spyrja í staðinn hvort hönnunin sé góð eða slæm.

Það skiptir engu máli hversu flott útfærslan er eða hvernig viðbrögð hönnunin fær á Dribbble frá öðrum hönnuðum. Það sem skiptir máli er hvort hönnunin sé líkleg til að ná markmiðum sínum.

Góð hönnun er samskiptaleið sem skapar árangur fyrir brandið. Ef hönnun virkar er hún góð, annars ekki. Fegurð skiptir litlu máli í því samhengi.

Vilt þú hönnun sem nær árangri?

Hafa samband

Lesa meira?