Ekkert er ekki ekki neitt

Deila grein
Ekkert er ekki ekki neitt

Af hverju er hönnuðurinn ekki að nota allt plássið sem auglýsingin hefur? Svarið er white space.

Vilt þú hönnun sem
nær árangri?

Hafa samband

What’s a Rich Text element?

The rich text element allows you to create and format headings, paragraphs, blockquotes, images, and video all in one place instead of having to add and format them individually. Just double-click and easily create content.

Static and dynamic content editing

A rich text element can be used with static or dynamic content. For static content, just drop it into any page and begin editing. For dynamic content, add a rich text field to any collection and then connect a rich text element to that field in the settings panel. Voila!

How to customize formatting for each rich text

Headings, paragraphs, blockquotes, figures, images, and figure captions can all be styled after a class is added to the rich text element using the "When inside of" nested selector system.

White space is to be regarded as an active element, not a passive background.
— Jan Tschichold

Til varnar white space

White space er erfitt að þýða. Í grein okkar um orð sem bara vefhönnuðir nota köllum við white space „autt svæði“ en „autt svæði“ er ekki tómt eða tilgangslaust.

White space eða autt svæði er ekki líflaus hluti af hönnuninni. Bara því það er „ekkert“ þar þýðir það ekki að tilvist þess sé tilviljun. Þvert á móti er autt svæði af þessu tagi virkur hluti af hönnun og ákvörðun hönnuðar um að setja ekkert í svæðið er ekki merki um leti eða hugmyndaleysi heldur miklu frekar ákvörðun að móta upplifun notandans af hönnuninni.

Autt svæði er því langt því frá að vera óvirkur ónýttur hluti hönnunar. Þvert á móti er tómið rammhannað og virkur hluti hönnunar sem mótar bæði upplifun og upplýsingaflæði. Hönnuður ákveður að hluti hönnunarinnar sé auður til þess að ná fram ákveðnu markmiði og til að skapa hughrif.

Hönnuðir vita hvernig bæði auga og hugur nemur myndrænar upplýsingar, bæði í hvaða röð augað sér upplýsingarnar og hvernig hugurinn metur mikilvægi þeirra. Með því að vinna með þekkta mannlega hegðun getur hönnuðurinn sagt rétta sögu til að ná markmiði sínu. Þetta er venjubundinn hluti af hönnun sem á sér stað með hvaða verkfæri sem hönnuðurinn hefur. Autt svæði er einfaldlega eitt af þeim verkfærum.

A text description of visual hierarchy.

En hvaða hlutverki gegnir þá autt svæði?

Lesanleiki

Það er auðveldara að lesa úr hönnun ef truflun er í lágmarki. Truflun er haldið í lágmarki með góðu auðu svæði sem sýnir skýrt og greinilega hvar skilaboðin eru, hver þau eru og hversu mikilvæg þau eru. Autt svæði í kringum texta, myndir og álíka hjálpar notandanum að skilja hvað hann er að sjá og hver næstu skref hans eru.

Hegðunarmótun

Með því að setja autt svæði í kringum mikilvæg skilaboð beinum við auganu þangað. Það kann að hljóma rökrétt að setja stóran litríkan kassa fyrir mikilvægustu skilaboðin en það getur auðveldlega valdið því að notandinn taki ekki eftir honum. Hvort sem um er að ræða kall til aðgerðar (CTA) eða bara athygli notandans þá er plássið betur notað sem autt svæði frekar en til að stækka texta eða logo.

Mótun brands

Brand mótast í notkun og það er hlutverk hönnuðar að eiginleikar brandsins fái að njóta sín og styrkjast. Til þess er mikilvægt að brandið birtist á réttan máta, að ekkert trufli augað og dragi það í burtu frá skilaboðunum sem notandinn á að meðtaka.

Ekki gleyma auða svæðinu

Autt svæði skapar hughrif án þess að segja neitt, það gefur til kynna lúxus og fágun og virkjar ímyndunaraflið. Vel notað autt svæði getur líka skapað myndir í tengslum við efnið og sýnir hvað skiptir máli.

Hugtakið autt svæði gefur til kynna að hér sé ekkert að finna en þvert á móti þarf autt svæði alls ekki að vera autt, heldur er mikilvægast að þar sé að finna mótstöðu við efnið. Ef brandið notar svartan lit þá er auða svæðið hvítt eða gult. Ef þú vilt vekja athygli á litum þá notarðu hvítan sem autt svæði og svo framvegis.

Autt svæði er því ekki leti eða hugmyndaleysi hönnuðar né er þrákelkni hans til að bæta við upplýsingum í auða svæðið þvermóðska. Markmiðið er alltaf að koma upplýsingum á framfæri á skiljanlegan og skýran máta. Autt svæði er einfaldlega mikilvægt verkfæri í verkfæratösku okkar.

Einn daginn kaupir þú auglýsingapláss og biður auglýsingastofuna þína um að hanna auglýsingu. Stofan sendir þér furðulega tóma auglýsingu sem segir að vísu allt sem segja þarf en það vantar samt slagorðið þitt, tilboðin, undirsíðurnar fyrir vörurnar, tengiliðaupplýsingar og allt ætti nú að vera í stórum skærum stöfum til að grípa athygli.

Kynntu þér hvernig við notum autt svæði

Hafa samband

Lesa meira?